Tónleikastaðir

Eitt af stóru málunum sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur staðið frammi fyrir á hverju ári fram til þessa er spurningin um tónleikastað. Ýmsir staðir innan og utan Akureyrar hafa verið nýttir til tónleikahalds þó flestir tónleikar hafi farið fram í kirkjum bæjarins. Af 108 tónleikum á fyrstu 16 starfsárum hljómsveitarinnar voru 75 haldnir á Akureyri, þar af 45 í kirkjum bæjarins og 30 annars staðar í bænum, aðallega í íþróttahúsum sem breytt var í tónleikahús með talsverðri fyrirhöfn.

Það að hafa ekki haft aðgang að föstu húsnæði til æfinga- og tónleikahalds hefur gert það að verkum að laga verður tónleika hljómsveitarinnar að annarri starfsemi, t.d. að safnaðar- og félagsstarfi í kirkjum bæjarins og starfsemi íþróttahúsa.

Þegar hljómsveitin leikur í stærri íþróttahúsum, t.d. Íþróttahöllinni á Akureyri, er hljóðkerfi nauðsynlegt.

Akureyrarkirkja
Glerárkirkja
Dalvíkurkirkja
Blönduóskirkja
Egilsstaðakirkja
Félagsheimilið Hvammstanga
Háskólabíó
Íslenska óperan
Íþróttamiðstöð Glerárskóla
Íþróttahús Hauka Hafnarfirði
Íþróttahúsið Varmahlíð
Íþróttahúsið Reykjahlíð
Íþróttahúsið Síðuskóla
Íþróttahöllin Akureyri
Íþróttaskemman Akureyri
KA heimilið Dalsbraut
Katuaq, Grönlands Kulturhus
Ketilhúsið
Kirkju og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð
Langholtskirkja Reykjavík
Laugar Reykjadal
Tónlistarhúsið Laugarborg
Listagilið/Akureyrarvaka
Lónkot í Skagafirði
Miklatún/Menningarnótt
Reykholtskirkja i í Borgarfirði
Samkomuhúsið á Akureyri
Marína Strandgötu Akureyri
Tónlistarskólinn á Húsavík