Samstarfsaðilar

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur átt samstarf við ýmsa aðila. Má þar m.a. nefna Kórastefnu við Mývatn sem Margrét Bóasdóttir hefur skipulagt og þátttöku SN í Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju. Einnig hefur hljómsveitin verið í samstarfi við Kirkju- og menningarmiðstöðina í Fjarðabyggð um tónleikahald á Austurlandi. Íþróttafélögin á Akureyri hafa einnig starfað töluvert með hljómsveitinni. Má til dæmis nefna tónleika með Kristjáni Jóhannssyni, annarsvegar Óperutónleikar í KA húsinu árið 1995 og tónleikana sem báru heitið „Til mömmu“, en á þessum tónleikum báru KA menn báru hitann og þungann af undirbúningi. Aðventuveislur á árunum 2005-2008 sem voru hugmynd Knattspyrnudeildar Þórs og unnið í samstarfi við Þór. BM-Vallá kostaði tónleika sem haldnir voru sumarið 2006 á Akureyri og í Reykjavík. Leikfélag Akureyrar og SN hafa átt gott samstarf á undanförnum árum bæði hvað varðar leiksýningar á vegum LA og tónleika á vegum SN.

Ýmsir fleiri aðilar hafa átt samstarf við SN svo sem Listalíf/Gísli Sigurgeirsson, vegna Óperutónleika á skírdag árið 2002, Ís-Nord með tónleika á Reykholtshátíð í júní árið 2006, AIM-festival á Akureyri í júní árið 2007 og Ópera Skagafjarðar með uppsetningu á La traviata í apríl og ágúst árið 2007. Þá ber einnig að nefna þátttöku SN í 100 ára afmæli Hafnarfjarðar í júní 2008. Síðast en ekki síst ber þó að nefna farsælt samstarf sem SN hefur átt við Tónlistarskólann á Akureyri frá stofnun hljómsveitarinnar.

Einnig hefur hljómsveitin átt afar gott samstarf við ýmsa kóra á landinu og hafa alls 32 kórar tekið þátt í tónleikahaldi með SN.

Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju
Knattspyrnudeild Þórs
Kórastefna við Mývatn
BM-Vallá
Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar
Leikfélag Akureyrar
Tónlistarskólinn á Akureyri