Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er sjálfseignarstofnun og hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknu tónlistar- og menningarlífi á Norðurlandi.
Skipulagsskrá fyrir hljómsveitina var staðfest af dómsmálaráðherra 10. júní 1994. Áhugamannafélag um Kammerhljómsveit Akureyrar gekk til liðs við Tónlistarfélag Akureyrar sem var síðan falið það hlutverk að tilnefna 3 fulltrúa í hljómsveitarráð SN á móti tveimur fulltrúum fastra hljóðfæraleikara og einum fulltrúa menningarmálanefndar Akureyrar.
Í 6. grein skipulagsskrárinnar segir:
Hljómsveitarráð skal skipað 6 mönnum sem skipaðir eru til eins árs í senn:
- Stjórn Tónlistarfélags Akureyrar tilnefnir formann og tvo aðra fulltrúa og skulu þeir ekki gegna föstu starfi hjá hljómsveitinni.
- Fastir hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar, sbr. 4. mgr. 8. gr., tilnefna 2 fulltrúa.
- Bæjarstjórn Akureyrar tilnefnir 1 fulltrúa.
Þannig var stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands skipuð allt til haustsins 2002 en þá var skipulagsskrá hljómsveitarinnar breytt þannig að nú tilnefnir Stjórn Akureyrarstofu þá fulltrúa sem stjórn Tónlistarfélagsins tilnefndi áður. Þessi breyting á skipulagsskrá hljómsveitarinnar kom m.a. til vegna þess að Akureyrarbær var farinn að leggja umtalsvert fé til reksturs hljómsveitarinnar og þótti því eðlilegt að bærinn tilnefndi meirihluta fulltrúa í hljómsveitarráð.
Anna Podhajska
Ásdís Arnardóttir
Björn Leifsson
Björn Steinar Sólbergsson
Elín Margrét Lýðsdóttir
Ella Vala Ármannsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Eydís S. Úlfarsdóttir
Guðmundur Magnússon
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
Guðrún Þórarinsdóttir
Gunnar Frímannsson
Hafliði Helgason
Helena Frances Eðvarsdóttir
Helgi Vilberg
Helgi Þorbjörn Svavarsson
Hrafnhildur Vigfúsdóttir
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Jacqueline FitzGibbone
Jón Halldór Finnsson
Jón Rafnsson
Júlíus Júlíusson
Karl Petersen
Kjartan Ólafsson
Magna Guðmundsdóttir
Már V. Magnússon
Marcin Lazarz
Pawel Panasiuk
Rut Hansen
Sigurbjörg Kristínardóttir
Sveinn Sigurbjörnsson
Szusanna Bitay
Una Björg Hjartardóttir
Víglundur Þorsteinsson
Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
Þuríður Vilhjálmsdóttir